spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 255 úrslit

UFC 255 úrslit

UFC 255 fór fram í nótt í Las Vegas. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Deiveson Figueiredo var maður kvöldsins. Hann varði fluguvigtartitil sinn gegn Alex Perez með frábærri frammistöðu í kvöld. Perez var hvergi banginn og sótti í fellu snemma í 1. lotu. Figueiredo varðist vel en ákvað að stökkva í fótalás. Perez slapp, Figueiredo var undir en náði taki á hálsi Perez. Figueiredo sleppti ekki takinu og læsti „guillotine“ hengingunni þéttar. Perez þurfti því að tappa út eftir aðeins 1:57 í 1. lotu og stóð titilbardagi hans því stutt yfir.

Frábær sigur hjá Figueiredo en hann hefur nú klárað fjóra bardaga í röð. Hann óskaði eftir bardaga gegn Brandon Moreno næst en Moreno náði sigri gegn Brandon Royval fyrr um kvöldið. Upphaflega átti Figueiredo að mæta Cody Garbrandt áður en sá síðarnefndi meiddist og gæti UFC bókað þann bardaga aftur.

Valentina Shevchenko vann öruggan sigur gegn Jennifer Maia eftir dómaraákvörðun. Maia stóð sig betur en margir bjuggust við og vann 2. lotu en var aldrei líkleg til sigurs. Hér að neðan má sjá öll úrslit kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í fluguvigt: Deiveson Figueiredo sigraði Alex Perez með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 1:57 í 1. lotu.
Titilbardagi í fluguvigt kvenna: Valentina Shevchenko sigraði Jennifer Maia eftir dómaraákvörðun (49–46, 49–46, 49–46).
Hentivigt (175,5 pund): Tim Means sigraði Mike Perry eftir dómaraákvörðun (30–27, 29–28, 29–28).
Fluguvigt kvenna: Katlyn Chookagian sigraði Cynthia Calvillo eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 30–27).
Léttþungavigt: Paul Craig sigraði Maurício Rua með tæknilegu rothöggi (tapped to strikes) eftir 3:36 í 2. lotu.

ESPN2 / ESPN+ upphitunarbardagar:

Fluguvigt: Brandon Moreno sigraði Brandon Royval með tæknilegu rothöggi (shoulder injury) eftir 4:59 í 1. lotu.
Millivigt: Joaquin Buckley sigraði Jordan Wright með rothöggi (punches) eftir 18 sekúndur í 2. lotu.
Fluguvigt kvenna: Antonina Shevchenko sigraði Ariane Lipski með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:33 í 2. lotu.
Veltivigt: Nicolas Dalby sigraði Daniel Rodriguez eftir dómaraákvörðun.

UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Veltivigt: Alan Jouban sigraði Jared Gooden eftir dómaraákvörðun.
Millivigt: Kyle Daukaus sigraði Dustin Stoltzfus eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Sasha Palatnikov sigraði Louis Cosce með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 2:27 í 3. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular