0

Deivison Figueiredo gæti farið strax í annan titilbardaga

Deiveson Figueiredo þurfti aðeins tæpar tvær mínútur til að klára Alex Perez í gær. UFC vill bóka hann strax í annan titilbardaga og gæti hann snúið aftur eftir aðeins þrjár vikur.

Figueiredo er ríkjandi fluguvigtarmeistari og náði hann sinni fyrstu titilvörn í gær á UFC 255. Fyrr um kvöldið sigraði Brandon Moreno nafna sinn Brandon Royval.

Dana White, forseti UFC, vill ekki sjá Figueiredo fara aftur heim til Brasilíu. Dana vill sjá Figueiredo mæta Moreno á UFC 256 þann 12. desember. Einn titilbardagi er bókaður á UFC 256, viðureign Petr Yan og Aljamain Sterling, en titilbardaga Amanda Nunes og Megan Anderson sem átti að vera á kvöldinu hefur verið frestað.

Ef Figueiredo samþykkir bardagann verða aðeins þrjár vikur á milli titilbardaga hjá honum en það er met í UFC.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.