spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC 258 úrslit

UFC 258 úrslit

UFC 258 fór fram í Las Vegas í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Kamaru Usman og Gilbert Burns en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Fyrrum æfingafélagarnir Kamaru Usman og Gilbert Burns háðu frábæran bardaga í nótt. Gilbert Burns byrjaði af krafti og sló Usman niður strax á fyrstu mínútunni. Usman át nokkur bylmings högg í viðbót en náði að jafna sig. Usman vann sig betur inn í bardagann þegar á leið en Burns tók 1. lotuna.

Trevor Wittman, þjálfari Usman, vildi sjá stunguna hjá sínum manni í 2. lotu og Usman hlýddi því. Það breytti gangi leiksins og var Burns í vandræðum með stunguna hjá Usman en Burns féll niður eftir stungu í 2. lotu. Í 3. lotu hélt Usman áfram að raða inn stungunni og aftur féll Burns niður eftir þunga stungu frá Usman. Í þetta sinn stökk Usman á Burns með þung högg í gólfinu sem lentu vel. Burns var að hreyfa sig en mörg högg voru að lenda og stöðvaði dómarinn bardagann snemma í 3. lotu.

Frábær endurkoma hjá Usman eftir vesen í 1. lotu. Burns var gjörsamlega niðurbrotinn eftir bardagann og féllust þeir Usman og Burns í faðma í búrinu eftir bardagann. Usman sýndi aftur að hann er besti veltivigtarmaður heims en hann hrósaði Burns í hástert eftir bardagann.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í veltivigt: Kamaru Usman sigraði Gilbert Burns með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 34 sekúndur í 3. lotu.
Fluguvigt kvenna: Alexa Grasso sigraði Maycee Barber eftir dómaraákvörðun (29-28, 29-28, 29-28).
Millivigt: Kelvin Gastelum sigraði Ian Heinisch eftir dómaraákvörðun (30-27, 29-28, 29-28).
Fjaðurvigt: Ricky Simon sigraði Brian Kelleher eftir dómaraákvörðun (30-27, 30-27, 30-27).
Millivigt: Julian Marquez sigraði Maki Pitolo með uppgjafartaki (anaconda choke) eftir 4:17 í 3. lotu.

ESPN / ESPN+ upphitunarbardagar:

Millivigt: Anthony Hernandez sigraði Rodolfo Vieira með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 1:53 í 2. lotu.
Veltivigt: Belal Muhammad sigraði Dhiego Lima eftir dómaraákvörðun.
Strávigt kvenna: Polyana Viana sigraði Mallory Martin með uppgjafartaki (armbar) eftir 3:18 í 1. lotu.
Hentivigt (140 pund): Chris Gutiérrez sigraði Andre Ewell eftir dómaraákvörðun.

ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Veltivigt: Gabriel Green sigraði Philip Rowe eftir dómaraákvörðun.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular