Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaUFC 266 úrslit

UFC 266 úrslit

UFC 266 fór fram fyrr í nótt í Las Vegas. Tveir titilbardagar voru á dagskrá en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Alexander Volkanovski og Brian Ortega áttu einfaldlega frábæran bardaga. Volkanovski vann fyrstu tvær loturnar en í 3. lotu náði Ortega Volkanovski niður og fór strax í „guillotine“ og komst í „mount“! Ortega var búinn að læsa hengingunni og var Volkanovski í miklum vandræðum en tókst einhvern veginn að koma sér úr hengingunni. Volkanovski komst ofan á í gólfinu og læsti Ortega „triangle“ hengingu sem var líka afar þétt. Aftur sýndi Volkanovski frábær tilþrif með því að koma sér úr hættulegu uppgjafartaki. Volkanovski kláraði svo lotuna með því að láta þung högg dynja á Ortega og var nálægt því að klára. Þvílík lota!

Ortega átti ekki mikið eftir síðustu tvær loturnar en reyndi eins og hann gat. Volkanovski var einfaldlega betri og vann sanngjarnt eftir dómaraákvörðun.

Valentina Shevchenko átti þægilegan bardaga gegn Lauren Murphy. Sú síðarnefndi ógnaði lítið sem ekkert allan tímann á meðan Shevchenko hitti að vild. Shevchenko endaði á að klára í 4. lotu og var þetta alltof þægilegt fyrir Shevchenko miðað við titilbardaga.

Endurkoma Nick Diaz var ekki árangursrík. Þeir skiptust á tugi högga en snemma í 3. lotu féll Diaz niður og gat ekki staðið aftur upp. Diaz var hægur en náði að lenda slatta af höggum.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Titilbardagi í fjaðurvigt: Alexander Volkanovski sigraði Brian Ortega eftir dómaraákvörðun (49–46, 50–45, 50–44).
Titilbardagi í fluguvigt kvenna: Valentina Shevchenko sigraði Lauren Murphy með tæknilegu rothöggi (punches and elbows) eftir 4:00 í 4. lotu.
Millivigt: Robbie Lawler sigraði Nick Diaz með tæknilegu rothöggi (retirement) eftir 0:44 sekúndur í 3. lotu.
Þungavigt: Curtis Blaydes sigraði Jairzinho Rozenstruik eftir dómaraákvörðun (30–27, 30–27, 30–27).
Fluguvigt kvenna: Jéssica Andrade sigraði Cynthia Calvillo með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:54 í 1. lotu.

ESPNews / ESPN+ upphitunarbardagar:

Bantamvigt: Merab Dvalishvili sigraði Marlon Moraes með tæknilegu rothöggi (punches) eftir 4:25 í 2. lotu.
Léttvigt: Dan Hooker sigraði Nasrat Haqparast eftir dómaraákvörðun.
Þungavigt: Chris Daukaus sigraði Shamil Abdurakhimov með tæknilegu rothöggi (punches and elbows) eftir 1:23 í 2. lotu.
Fluguvigt kvenna: Taila Santos sigraði Roxanne Modafferi eftir dómaraákvörðun.

ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar:

Léttvigt: Jalin Turner sigraði Uroš Medić með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 4:01 í 1. lotu.
Millivigt: Nick Maximov sigraði Cody Brundage eftir dómaraákvörðun.
Veltivigt: Matthew Semelsberger sigraði Martin Sano Jr. með rothöggi (punch) eftir 15 sekúndur í 1. lotu.
Fjaðurvigt: Jonathan Pearce sigraði Omar Morales með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 3:31 í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular