Monday, May 27, 2024
HomeForsíðaViktor og Daniel berjast í Póllandi á morgun

Viktor og Daniel berjast í Póllandi á morgun

Viktor Gunnarsson.

Tveir bardagamenn frá Mjölni berjast á Contender Fight Night í Póllandi á föstudaginn. Bardagarnir verða í beinni á Youtube.

Þeir Viktor Gunnarsson og Daniel Alot héldu til Póllands á þriðjudaginn og náðu báðir vigt í morgun. Viktor Gunnarsson er 20 ára og byrjaði í barnastarfi Mjölnis 11 ára gamall. Þetta verður fyrsti MMA bardagi Viktors en hann hefur beðið lengi eftir þessu tækifæri. Þrisvar sinnum hefur Viktor fengið bardaga en Covid og meiðsli andstæðinga hafa komið í veg fyrir bardaga hjá honum.

Viktor mætir Daniel Wojańczyk (2-2) í 61 kg bantamvigt. Viktor er í 2. bardaga kvöldsins og ætti að berjast um kl. 17:00 á íslenskum tíma á föstudaginn.

Daniel Alot.

Daniel Alot (4-1) mætir Nikodem Blaszyński (4-2) í 66 kg fjaðurvigt. Daniel er pólskur en hefur verið búsettur á Íslandi í rúman áratug. Daniel er í 4. bardaga kvöldsins og ætti þetta að verða hörku bardagi!

Bardagarnir verða í beinu streymi á Youtube rás Contender Fight Night hér. Útsendingin hefst kl. 16:30 en röðun bardaganna má sjá hér að neðan.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular