Wednesday, April 24, 2024
HomeForsíðaViktor og Daniel með sigra í Póllandi

Viktor og Daniel með sigra í Póllandi

Viktor Gunnarsson og Daniel Alot úr Mjölni voru rétt í þessu að vinna sína bardaga í Póllandi. Báðir kláruðu þeir bardaga sína á Contender Fight Night kvöldinu í Póllandi.

Viktor Gunnarsson var að berjast sinn fyrsta bardaga og mætti Daniel Wojańczyk (2-2 fyrir bardagann) í 61 kg bantamvigt. Viktor tók bardagann fljótt í gólfið og þar var ekki aftur snúið. Wojańczyk var aldrei líklegur til að komast á fætur en Viktor hélt honum vel niðri og valdi höggin vel.

Viktor náði loks bakinu, flatti Wojańczyk út og læsti hengingunni. Wojańczyk neyddist til að tappa út þegar skammt var eftir af lotunni og því öruggur sigur hjá Viktori í 1. lotu. Viktor er aðeins 20 ára gamall og byrjar MMA ferilinn sinn vel.

Daniel Alot (4-1 fyrir bardagann) mætti Nikodem Blaszyński (4-2 fyrir bardagann) í 66 kg fjaðurvigt. Daniel pressaði strax og hélt góðri pressu allan tímann. Daniel reyndi nokkrar fléttur og náði Nikodem niður í 1. lotu án þess að halda honum lengi niðri.

Í 2. lotu hélt Daniel pressunni áfram og lenti góðu skrokkhöggi sem Nikodem fann greinilega fyrir. Daniel lenti öðru skrokkhöggi u.þ.b. 10 sekúndum síðar og féll Nikodem niður í gólfið af sársauka. Frábært skrokkhögg og nákvæmt högg sem Nikodem gat einfaldlega ekki staðið af sér.

Daniel Alot er því 5-1 sem áhugamaður í MMA og hefur hann klárað alla fimm sigrana sína. Gott kvöld hjá strákunum í Póllandi.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular