spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC bardagamaðurinn Nordine Taleb er lífvörður Neymar

UFC bardagamaðurinn Nordine Taleb er lífvörður Neymar

UFC bardagamaðurinn Nordine Taleb hefur greinilega fundið vettvang til að drýgja tekjurnar á milli bardaga. Nýlegar myndir hafa birst af honum sem lífvörður brasilíska fótboltamannsins Neymar.

Nordine Taleb er 36 ára franskur bardagamaður sem er með fimm sigra og tvö töp í UFC. Hann berst í veltivigt UFC en eitt af töpum hans var gegn Santiago Ponzinibbio. Hann barðist síðast í maí þegar hann sigraði Oliver Enkamp í Svíþjóð.

Nú hafa myndir af honum að fylgja Neymar í París birst á samfélagsmiðlum.

Neymar gerði nýverið risastóran samning við PSG og varð þar með dýrasti knattspyrnumaður heims. Vistaskiptin voru umdeild meðal stuðningsmanna Barcelona en Neymar ætti að vera nokkuð öruggur fyrir æstum stuðningsmönnum með Nordine Taleb sér við hlið (svo lengi sem árásarmennirnir mæta ekki með byssur).

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular