Tuesday, May 21, 2024
HomeErlentFrank Mir semur við Bellator

Frank Mir semur við Bellator

Fyrrum þungavigtarmeistari UFC, Frank Mir, hefur samið við Bellator. Mir var í 16 ár samningsbundinn UFC en mun nú berjast í Bellator.

MMA Fighting hefur heimildir fyrir þessu en samningi Mir við UFC var rift fyrir mánuði síðan. Hinn 38 ára Mir hefur barist 27 af 29 bardögum sínum á ferlinum í UFC. Mir barðist fyrst í UFC í nóvember 2001 á UFC 34 og verður áhugavert að sjá hann í Bellator.

Síðast sáum við Mir berjast í mars 2016 er hann var rotaður af Mark Hunt. Hann féll í kjölfarið á lyfjaprófi og fékk tveggja ára bann frá USADA. Mir hefur allan tímann haldið fram sakleysi sínu og sagðist meðal annars hafa borðað mengað kengúrukjöt.

Banninu hans lýkur í apríl á næsta ári og mun hann ekki berjast í Bellator fyrr en þá. Mir hefur sigrað menn á borð við Brock Lesnar, Roy Nelson, Antonio ‘Big Nog’ Nogueira og Mirko ‘Cro Cop’. Hann vonast eflaust eftir að fá að mæta Fedor Emelianenko en báðir eru komnir af léttasta skeiði.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular