UFC hefur dregið lappirnar með að bóka næstu titilvörn Petr Yan. Eftir bardagakvöldið síðustu helgi virðist UFC loksins hafa ákveðið næsta áskoranda í bantamvigtinni.
Petr Yan varð bantamvigtarmeistari með sigri á Jose Aldo í júlí. Mánuði áður hafði Aljamain Sterling sigrað Cory Sandhagen og stefndi allt í að hann fengi næsta titilbardaga.
Mánuðir liðu og ekkert var staðfest en sigur Cory Sandhagen á Marlon Moraes um síðustu helgi hefur breytt stöðunni í flokknum. Samkvæmt orðrómum vildi UFC bíða eftir bardaganum um síðustu helgi ef Moraes skildi vinna Sandhagen.
UFC vildi greinilega gefa Moraes annan titilbardaga í stað þess að gefa Sterling tækifæri en Moraes sigraði Sterling árið 2017. Nú þegar Moraes er úr myndinni mun Sterling fá titilbardaga samkvæmt ESPN.
Petr Yan's first bantamweight title defense will come against Aljamain Sterling in the UFC 256 co-main event on Dec. 12, Dana White told @bokamotoESPN. pic.twitter.com/Luk49sPFLE
— ESPN MMA (@espnmma) October 14, 2020
Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 256 í desember en Amanda Nunes mætir Megan Anderson í aðalbardaga kvöldsins.