spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC bókar loksins næsta titilbardaga Petr Yan

UFC bókar loksins næsta titilbardaga Petr Yan

UFC hefur dregið lappirnar með að bóka næstu titilvörn Petr Yan. Eftir bardagakvöldið síðustu helgi virðist UFC loksins hafa ákveðið næsta áskoranda í bantamvigtinni.

Petr Yan varð bantamvigtarmeistari með sigri á Jose Aldo í júlí. Mánuði áður hafði Aljamain Sterling sigrað Cory Sandhagen og stefndi allt í að hann fengi næsta titilbardaga.

Mánuðir liðu og ekkert var staðfest en sigur Cory Sandhagen á Marlon Moraes um síðustu helgi hefur breytt stöðunni í flokknum. Samkvæmt orðrómum vildi UFC bíða eftir bardaganum um síðustu helgi ef Moraes skildi vinna Sandhagen.

UFC vildi greinilega gefa Moraes annan titilbardaga í stað þess að gefa Sterling tækifæri en Moraes sigraði Sterling árið 2017. Nú þegar Moraes er úr myndinni mun Sterling fá titilbardaga samkvæmt ESPN.

Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 256 í desember en Amanda Nunes mætir Megan Anderson í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular