spot_img
Tuesday, December 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentIslam Makhachev fær ekki bardaga á UFC 254

Islam Makhachev fær ekki bardaga á UFC 254

Islam Makhachev mun ekki berjast á UFC 254 eins og til stóð. Tony Ferguson og Michael Chandler komu til greina en þeir sögðu nei takk.

Islam Makhachev átti að mæta Rafael dos Anjos á UFC 254 í næstu viku. Dos Anjos fékk hins vegar kórónuveiruna í síðustu viku og þurfti að draga sig úr bardaganum.

UFC reyndi að fá andstæðing fyrir hann en það hefur ekki tekist.

Ali Abdelaziz bauðst til að bjóða Tony Ferguson 100.000 dollara úr eigin vasa ef Ferguson myndi samþykkja bardagann og svo aðra 100.000 dollara ef honum tækist að vinna Makhachev. Ferguson neitaði þessum „mútugreiðslum“ Abdelaziz eins og hann orðaði það.

Khabib reyndi meira að segja að sannfæra Ferguson um að mæta liðsfélaga sínum: „Hann getur komið á bardagaeyjuna og barist við Islam. Islam er á sex bardaga sigurgöngu, hann er næstum því á topp 10. Af hverju ekki? Af hverju vill hann ekki taka þennan bardaga? UFC mun borga honum vel. Ali Abdelaziz mun gefa honum 100.000 dollara líka. Ef hann vinnur getur hann kannski barist um titilinn. En ég held að hann sé búinn,“ sagði Khabib við ESPN.

Fyrrum Bellator meistarinn Michael Chandler samdi nýlega við UFC en hann verður varamaður fyrir titilbardaga Khabib Nurmagomedov og Justin Gaethje á UFC 254. Makhachev reyndi að sannfæra Chandler um að berjast við sig.

Chandler sagðist þó ekki vita hver Makhachev er og vill bara berjast við þá allra bestu í flokknum, þ.e. Tony Ferguson eða Dustin Poirier. Makhachev reyndi einnig að fá Dan Hooker til að berjast við sig en Hooker sagðist ekki vera í „einhverju gjafastússi eins og jólasveinninn“.

Makhachev er einn af aðal æfingafélögum Khabib og er kominn á bardagaeyjuna þar sem UFC 254 fer fram. Hann hefur unnið sex bardaga í röð og átti að fá stóran bardaga gegn dos Anjos. Hann þarf því að bíða lengur eftir stóra tækifærinu sínu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular