0

UFC bókar loksins næsta titilbardaga Petr Yan

UFC hefur dregið lappirnar með að bóka næstu titilvörn Petr Yan. Eftir bardagakvöldið síðustu helgi virðist UFC loksins hafa ákveðið næsta áskoranda í bantamvigtinni.

Petr Yan varð bantamvigtarmeistari með sigri á Jose Aldo í júlí. Mánuði áður hafði Aljamain Sterling sigrað Cory Sandhagen og stefndi allt í að hann fengi næsta titilbardaga.

Mánuðir liðu og ekkert var staðfest en sigur Cory Sandhagen á Marlon Moraes um síðustu helgi hefur breytt stöðunni í flokknum. Samkvæmt orðrómum vildi UFC bíða eftir bardaganum um síðustu helgi ef Moraes skildi vinna Sandhagen.

UFC vildi greinilega gefa Moraes annan titilbardaga í stað þess að gefa Sterling tækifæri en Moraes sigraði Sterling árið 2017. Nú þegar Moraes er úr myndinni mun Sterling fá titilbardaga samkvæmt ESPN.

Bardaginn verður næstsíðasti bardagi kvöldsins á UFC 256 í desember en Amanda Nunes mætir Megan Anderson í aðalbardaga kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.