Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeForsíðaUFC Dublin: Upphitunarbardaganir hálfnaðir

UFC Dublin: Upphitunarbardaganir hálfnaðir

UFC-Fight-Night-620x330Fyrstu þrír upphitunarbardagarnir voru að klárast. Fyrstu tveir reyndust vera frábær skemmtun.

Paddy fær frábærar móttökur og allt tryllist.

Paddy Holohan kýldi Josh Sampo niður með upphöggi í fyrstu lotu. Hann reyndi að klára hann í gólfinu en Sampo náði að halda honum í skefjum. Eftir smá glímu í gólfinu reyndi Sampo armbar sem Holohan varðist. Holohan náði bakinu á Sampo og kláraði hann með “rear naked choke” í fyrstu lotu. Frábær byrjun á kvöldinu! Paddy Holohan

Nikita Krylov vs. Cody Donavan

Bardagamenn skiptast á höggum snemma í lotunni. Cody Donavan fær pungspark í sig frá Krylov. Eftir smá barning enda þær í gólfinu þar sem Cody Donavan náði bakinu. Krylov snéri sér hins vegar undan og endaði ofan á í lokuðu “guardi”. Þar lét Krylov höggin dynja á Cody Donavan sem snéri sér undan. Donavan náði ekki að lifa lotuna af og stöðvaði dómarinn bardagann eftir 4:57 í fyrstu lotu eftir tæknilegt rothögg.

Tor Troeng vs. Trevor Smith

Fyrsta lotan nokkuð jöfn og fór hún mikið fram í “clinchinu”. Mikið af því sama og í fyrstu lotu en Tor Troeng náði fellu. Smith náði að snúa stöðunni við og endaði ofan á í sma´stund áður en Troeng náði að standa upp.  Troeng náði aftur fellu í lokin á 2. lotu og reyndi Trevor Smith “guillotine” hengingu áður en lotan kláraðist. Mikið af því sama í þriðju lotu þar sem Smith hótaði “arm triangle” en var ekki nálægt því að klára það. Trevor Smith endaði lotuna ofan á í jöfnum bardaga. Trevor Smith endaði á að sigra eftir einróma dómaraákvörðun (29-28).

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular