spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC Dublin: Seinni hluti upphitunarbardaganna

UFC Dublin: Seinni hluti upphitunarbardaganna

UFC-Fight-Night-620x330

Seinni hluti upphitunarbardaganna hér í Dublin var að klárast. Þrír skemmtilegir bardagar voru að klárast og samtals sex búnir.

Mike King vs. Cathal Pendred

 Báðir hófu fyrstu lotuna af miklum krafti! Mike King kýldi Pendred niður með fléttu (vinstri krók og beinni hægri). Mike King var lengi í yfirburðarstöðu og lét höggin dynja á Pendred sem náði á ótrúlegan hátt að lifa af fyrstu lotuna. Pendred var þreyttur í annarri lotu eftir erfiða fyrstu lotu. Pendred nær fellu, nær bakinu og svæfir Mike King í 2. lotu! Ótrúlegur bardagi og þvílík endurkoma hjá Cathal Pendred!

Neil Seery vs. Phil Harris

Neil Seery sló Phil Harris niður í fyrstu lotu og hafði betur í fyrstu lotu. Phil Harris hrundi nokkrum sinnum í gólfið í lotunni en Seery bauð honum bara að standa upp. Neil Seery heldur áfram að útboxa Harris en Harris nær fellu um miðbik annarrarr lotu. Harris náðu þó ekki að gera mikið með felluna og þeir stóðu aftur upp. Neil stjórnaði lotunni allan tíman og náði meira að segja tveimur fellum sjálfur. Sama upp á teningnum í þriðju lotu, Neil Seery allan tíman með fulla stjórn. Neil Seery sigra sinn fyrsta bardaga eftir einróma dómaraákvörðun (30-27).

Ilir Latifi vs. Chris Dempsey

Síðasti upphitunarbardaginn áður en aðal hluti bardagakvöldsins hefst. Ilir Latifi byrjaði bardagann vel og náði Chris Dempsey aldrei að komast í taktinn sinn. Latifi lenti nokkrum mjög góðum lágspörkum og eftir eitt þannig hrundi Dempsey í gólfið. Latifi fylgdi því eftir með höggum og endaði á að rota Dempsey eftir tæknilegt rothöggi eftir 2:07 í fyrstu lotu.

 

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular