Thursday, April 25, 2024
HomeForsíðaUFC Dublin: Parke með öruggan sigur

UFC Dublin: Parke með öruggan sigur

UFC-Fight-Night-620x330Fyrstu tveir bardagarnir á aðal hluta bardagakvöldsins í Dublin voru að klárast. Norman Parke kláraði Kotani í 2. lotu á meðan Pickett gegn McCall olli ákveðnum vonbrigðum.

Norman Parke vs. Naoyuki Kotani

Kotani reyndi nokkrar fellur snemma en Parke náði að verjast vel og náði að mestu bara spörkum í Kotani. Bardaginn fremur rólegur en fyrsta lotan endaði skemmtilega þegar Parke var ofan á og lét olnbogana dynja á Kotani. Í 2. lotu náði Parke flottri fellu og aftur lét hann olnbogana dynja á Kotani. Kotani reyndi að fara í fótalás og náði þannig að standa upp. Parke náði aftur fellu og lét aftur olnbogana rigna á honum. Kotani lá undir og var ekki að reyna að bæta stöðu sína og því stöðvaði dómarann bardagann í 2. lotu eftir 3:41 eftir tæknilegt rothögg. Eftir að dómarinn stöðvaði bardagann hljóp Parke úr búrinu og að áhorfendum en var fljótt dreginn aftur í búrið.

Brad Pickett vs. Ian McCall

Bardaginn byrjaði rólega en þeir tóku sér stutt hlé eftir að McCall fékk hnéspark í klofið. Bardaginn nokkuð jafn þar sem þeir skiptust á höggum en Pickett virtist vera að hafa betur. Í 2. lotu náði McCall tveimur fellum á fyrstu minútunni og náði “mount” stöðu á Pickett sem náði þó að koma sér í “hald guard”. Ekki mikið gerðist í þessum bardaga sem margir voru búnir að spá að yrði besti bardagi kvöldsins. Áhorfendur virtust meira vera að spá í að gera bylgjur og ná mynd af sér með Cathal Pendred sem mætti á svæðið. Ákveðin vonbrigði fyrstu tvær loturnar. Það sama upp á teningnum í 3. lotu en þeir skiptust aðeins meira á höggum en áður og McCall átti nokkur fín spörk. McCall náði fellu þegar um 90 sekúndur voru eftir og kláraði lotuna ofan á. Ian McCall sigraði eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular