Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC Dublin: Gunnar Nelson sigrar eftir uppgjafartak í 2. lotu

UFC Dublin: Gunnar Nelson sigrar eftir uppgjafartak í 2. lotu

gunnar_UFC_dublin_weighIn_2014-1
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Bardaga Gunnars Nelson og Zak Cummings var að ljúka þar sem Gunnar sigraði eftir uppgjafartak í 2. lotu.

Zak Cummings gekk inn afslappaður undir einhverju bandarísku rokki á meðan Gunnar gekk inn undir sínu hefðbundna “Leiðin okkar allra” með Hjálmum. Bardaginn byrjaði mjög rólega og fremur lítið gerðist í fyrstu lotu. Zak Cummings reyndi fellur og þrýsti Gunnari upp við búrið en Gunnar virtist ekki hafa miklar áhyggjur af því og var afslappaður á meðan hann varðist. Önnur lota var eins og fyrsta, Zak Cummings reyndi að þrýsta Gunnari upp við búrið. Gunnar kom með beina hægri beint í andlit Cummings og aftur stuttu seinna. Við það virtist Gunnar hitna og var farinn að hreyfa sig vel, Cummings reyndi fellu en Gunnar náði taki á hálsi Cummings og dró hann þannig niður. Þegar í gólfið var komið var Gunnar fljótur að ná bakinu. Þar lét hann höggin dynja á honum áður en hann náði “rear naked choke”, lófa í lófa. Cummings neyddist til að tappa út og gafst upp. Gunnar Nelson sigrar eftir uppgjafartak í 2. lotu! Frábær frammistaða enn og aftur!

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular