spot_img
Tuesday, October 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC Dublin: Conor McGregor með sannfærandi sigur

UFC Dublin: Conor McGregor með sannfærandi sigur

gunnar_UFC_dublin_openWorkout_2014-44
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

Rétt í þessu var UFC hér í Dublin að ljúka. Í aðalbardaganum mættust þeir Conor McGregor og Diego Brandao. McGregor stóð uppi sem sigurvegari eftir tæknilegt rothögg í fyrstu lotu.

Þvílík læti þegar Conor McGregor gekk inn í salinn! Annað eins hefur aldrei heyrst! Conor virtist sjálfur þó vera yfirvegaður og slakur yfir þessu öllu saman. Conor McGregor byrjaði bardagann vel og virtist hitta Brandao með snúningssparki strax í upphafi bardagans. Diego Brandao pressaði Conor upp við búrið og reyndi að ná honum niður en Conor náði að snúa taflinu við og pressaði hann upp við búrið. Brandao fór í fellu en Conor náði fallegu kasti og endaði ofan á. Conor raðaði inn nokkrum höggum á Brandao sem sótti í fótalása en Conor varðist vel. Þeir stóðu upp og þá byrjaði Conor að hitta Brandao vel. Conor virtist hitta Brandao vel með skrokkhöggi og fylgdi svo eftir með beinni hægri stuttu seinna. Brandao féll niður og Conor létt höggin dynja á honum í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Frábær frammistaða hjá heimamanninum sem lét pressuna ekki hafa nein áhrif á sig.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular