Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeForsíðaCummings: Gerði ein mistök og Gunnar nýtti sér það

Cummings: Gerði ein mistök og Gunnar nýtti sér það

gunnar_UFC_dublin_fightNight_2014-2
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson

Gunnar Nelson sigraði Zak Cummings með hengingu eftir 4:43 í annarri lotu. Hann talaði vel um Gunnar eftir bardagann.

Þetta var fjórði sigur Gunnars í UFC í jafnmörgum bardögum í samtökunum en hann er svo sannarlega á hraðri uppleið. Aftur á móti var þetta fyrsta tap Zak Cummings en hann talaði vel um Gunnar eftir bardagann. “Mér leið vel í búrinu en ég gerði ein mistök og hann nýtti sér það. Gunnar er mjög góður. Hann er snjall, snöggur og var mjög auðmjúkur eftir sigurinn,” sagði Cummings stuttu eftir bardagann.

Þetta var fimmti sigur Gunnars eftir “rear naked choke” en um leið og hann nær bakinu virðist hann alltaf ná að klára bardagann. Bardagaskor hans samanstendur nú af 13 sigrum en þar af eru átta eftir uppgjafartök.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular