Stöð 2 Sport er ekki lengur með sýningarréttinn á UFC á Íslandi. UFC 246 þar sem Conor McGregor mætir Donald Cerrone verður því ekki sýnt á Stöð 2 Sport.
UFC hefur verið sýnt á Stöð 2 Sport samfleytt síðan í febrúar 2014. Samningur UFC og Stöð 2 Sport rann út um áramótin og var áhugi á að halda áfram að sýna UFC hjá Stöð 2 Sport. Samningar náðust hins vegar ekki að svo stöddu og verður UFC 246 því ekki sýnt hér á landi um helgina.
Það er ekki útilokað að Stöð 2 Sport byrji aftur að sýna UFC í framtíðinni en verður í það minnsta ekki á dagskrá um helgina.
Hægt er að kaupa Pay Per View af bardagakvöldinu á Fight Pass rás UFC hér. Bardagakvöldið kostar um 30 evrur (4.100 ISK). Til að hægt sé að kaupa kvöldið þarf að vera áskrifandi af Fight Pass hjá UFC. Mánuður kostar 9,99 evrur (1.370 ISK) en ársgjaldið kostar 88,99 evrur (12.210 ISK). Hægt er að taka 7-daga prufuáskrift.