spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC færir tvö bardagakvöld til Las Vegas

UFC færir tvö bardagakvöld til Las Vegas

UFC ætlar ekki að hætta við nein bardagakvöld eins og staðan er núna en hefur fært tvö bardagakvöld til Las Vegas.

Dana White, forseti UFC, og UFC sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem breytingar á næstu bardagakvöldum voru kynntar.

14. mars: UFC í Brasilíu án áhorfenda
21. mars: UFC í London óbreytt
28. mars: UFC í Columbus fært til Las Vegas
11. apríl: UFC í Portland fært til Las Vegas

Tvö bardagakvöld færast í Apex æfingaaðstöðu UFC í Las Vegas og verða þau því án áhorfenda en sýnd um allan heim. Samkomubann var sett á í Brasilíu á dögunum vegna kórónaveirunnar en svipaða sögu má segja í Ohio og Oregon þar sem UFC ætlaði að halda bardagakvöld.

Dana White talaði ekkert um UFC 249 sem fer fram í New York þar sem Khabib Nurmagomedov mætir Tony Ferguson.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular