UFC ætlar ekki að hætta við nein bardagakvöld eins og staðan er núna en hefur fært tvö bardagakvöld til Las Vegas.
Dana White, forseti UFC, og UFC sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem breytingar á næstu bardagakvöldum voru kynntar.
14. mars: UFC í Brasilíu án áhorfenda
21. mars: UFC í London óbreytt
28. mars: UFC í Columbus fært til Las Vegas
11. apríl: UFC í Portland fært til Las Vegas
Tvö bardagakvöld færast í Apex æfingaaðstöðu UFC í Las Vegas og verða þau því án áhorfenda en sýnd um allan heim. Samkomubann var sett á í Brasilíu á dögunum vegna kórónaveirunnar en svipaða sögu má segja í Ohio og Oregon þar sem UFC ætlaði að halda bardagakvöld.
Dana White talaði ekkert um UFC 249 sem fer fram í New York þar sem Khabib Nurmagomedov mætir Tony Ferguson.