spot_img
Monday, December 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC fer til Póllands, Þýskalands og Skotlands

UFC fer til Póllands, Þýskalands og Skotlands

UFC Logo Vector ResourceUFC tilkynnti nýverið bardagakvöld í Póllandi, Þýskalandi og Skotlandi. Þessi bardagakvöld fara fram á næstu sex mánuðum og munu vafalaust margir evrópskir bardagamenn berjast á bardagakvöldunum.

UFC heldur áfram að fara á nýja markaði en aldrei áður hafa bardagasamtökin farið til Póllands eða Skotlands. Þann 11. apríl mun UFC fara til Póllands og halda bardagakvöld í stærstu höll Krakaw sem tekur um 23.000 þúsund manns. Margir Pólskir bardagamenn eru innan raða UFC og þar á meðal er fyrrum KSW meistarinn Jan Blachowicz sem hefur unnið sex bardaga í röð.

„Þetta skiptir mig miklu máli. MMA í Póllandi er að stækka og þróast. Það er ótrúlegt fyrir okkur að hafa UFC í heimalandi,“ sagði Blachowicz en hann mætir Jimi Manuwa í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Í aðalbardaganum snýr króatíska goðsögnin Mirko ‘Cro Cop’ aftur en hann mætir Gabriel Gonzaga.

Þann 20. júní fer UFC aftur til Berlínar í Þýskalandi en UFC hélt einnig bardagakvöld þar í maí í fyrra. Þýska fórnalambið Dennis Siver og fleiri þýskir bardagamenn eru allir líklegir til að berjast þann 20. júní.

Skotar hafa enn ekki fengið að sjá UFC í heimalandinu en þeir fá nú loksins ósk sína uppfyllta. Þann 18. júlí verður Glasgow SSE Hydro Arena fullur af heimamönnum en höllin tekur um 13.000 þúsund manns. Joanne Calderwood er sennilega þekktasta nafnið í MMA senunni í Skotlandi en hún var í nýjustu þáttaröð The Ultimate Fighter.

„Það væri draumi líkast að fá að berjast í UFC í Glasgow. Það væri ógleymanleg reynsla að berjast fyrir framan samlanda mína,“ sagði Calderwood.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular