0

Þráinn og Axel með brons á lokadegi Evrópumeistaramótsins í BJJ

þráinn axel ingþór

Þráinn, Ingþór og Axel.

Í dag fór fram síðasti keppnisdagurinn á Evrópuemeistaramótinu í brasilísku jiu-jitsu í Lissabon. Í dag var keppt í brúnbeltingaflokki þar sem þrír Íslendingar voru skráðir til leiks.

Axel Kristinsson úr Mjölni keppti í -64 kg flokki brúnbeltinga. Axel vann fyrstu tvær glímur sínar á uppgjafartaki og var þar með kominn í undanúrslit. Í undanúrslitunum tapaði hann naumlega á stigum og nældi sér þar með í brons. Virkilega vel gert hjá Axel.

Þráinn Kolbeinsson, einnig úr Mjölni, keppti í -94,3 kg flokki brúnbeltinga. Eftir að hafa unnið fyrstu glímuna sína á hengingu var hann kominn í undanúrslit. Þar tapaði hann á naumlega á stigum líkt og Axel og fékk einnig brons. Ingþór Örn Valdimarsson úr Fenri keppti í sama flokki og Þráinn en hann tapaði sinni fyrstu glímu og komst ekki áfram.

Þar með hafa 22 Íslendingar lokið sér af á stærsta BJJ móti sögunnar. Uppskeran er ekki af verri endanum en íslensku keppendurnir hlutu tíu verðlaun, þar af fimm Evróputitla.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.