Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMánudagshugleiðingar eftir UFC on Fox: Gustafsson vs. Johnson

Mánudagshugleiðingar eftir UFC on Fox: Gustafsson vs. Johnson

Um helgina fór fram spennandi bardagakvöld í Stokkhólmi. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði Anthony Johnson Svíann Alexander Gustafsson í fyrstu lotu og mun því mæta ríkjandi meistara Jon Jones.

Fyrir bardagann þótti Gustafsson sigurstranglegri og margir voru spenntir fyrir að sjá hann mæta Jon Jones á nýjan leik. Eins og bardagaáhugamönnum er kunnugt er svíinn sá sem hefur komist næst allra að hirða titilinn af Jones. Gustafsson mun þó þurfa að bíða eftir næsta titilbardaga því Anthony Johnson valtaði hreinlega yfir hann. Johnson hefur verið á miklu skriði undanfarið og hefur nú sigrað þrjá af síðustu fjórum bardögum sínum í fyrstu lotu.

Á hreyfimyndinni hér að neðan sést Gustafsson reyna framspark sem Johnson svarar með yfirhandar hægri sem vankaði Gustafsson. Skömmu áður en þetta gerðist potaði Gustafsson óvart í auga Johnson. Rétt áður en bardaginn byrjar aftur hrópar horn Gustafsson “Alex, frontkick”. Johnson kvaðst hafa heyrt þetta og var því tilbúinn til að koma með gagnárás. Þetta högg var upphafið að endanum og má spurja sig hvort að hornið hefði átt að gera þetta öðruvísi. Hefði hornið getað gert þetta betur með því að vera með tilbúnar tölur sem gefa til kynna hvaða högg Gustafsson ætti að koma með þannig að andstæðingurinn gæti ekki vitað hvað væri að koma?

Það er svo sem alltaf hægt er að vera vitur eftir á en við höfum oft séð Greg Jackson koma með alls kins bull tölur og leyninöfn í horninu sem gefa til kynna ákveðnar fléttur. Þessar tölur og leyninöfn eru oft hulin ráðgáta fyrir áhorfendur og í rauninni enginn nema Greg Jackson liðið sem veit hvað hann er að tala um.

Anthony Johnson Knocks Down Alexander Gustafsson UFC on Fox 14 Stockholm

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að Johnson hafi keppt í veltivigtinni fyrir örfáum árum. Hann átti eðlilega erfitt með að ná vigt í þeim þyngdarflokki og lenti margoft í því að mæta of þungur í vigtun en virðist nú hafa fundið sína náttúrulegu þyngd í léttþungavigtinni.

Í hinum aðalbardaga kvöldsins sigraði Gegard Mousasi Dan Henderson örugglega. Eftir bardagann vildi Joe Rogan meina að dómarinn hefði stöðvað bardagann of snemma. Flestir voru þó á því að þetta hafi verið sanngjarn sigur – Mousasi fékk ‘Performance of the Night’ bónus og Dana White viðurkenndi á Twitter að dómarinn hefði bjargað Henderson frá óþarfa refsingu. Henderson er nú orðinn 44 ára og hefur tapað fimm af síðustu sex. Það fer því alveg að koma tími á að þessi lifandi goðsögn leggi hanskana á hilluna. Sjálfur er Henderson orðinn þreyttur á spurningunni hvenær hann ætli að hætta en það er ljóst að hann á alls ekki heima í bardaga gegn topp 10 andstæðingi.

Þetta var erfitt kvöld fyrir Svíana en allir sænsku bardagamennirnir töpuðu á bardagakvöldinu.

Ljósmyndarinn Árni Torfason tók myndir á bardagakvöldinu og veitti okkur leyfi til að nota myndirnar. Hér eru nokkrar frábærar myndir en myndaalbúmið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Alexander Gustafsson vs. Anthony Johnson

Aðrir bardagar kvöldsins

Gustafsson
Mynd: Árni Torfason. Gustafsson sársvekktur eftir tapið.
Anthony Johnson
Mynd: Árni Torfason.
Anthony Johnson
Mynd: Árni Torfason.
Mynd: Árni Torfason.
Mynd: Árni Torfason. Henderson mótmælir.
Mynd: Árni Torfason.
Mynd: Árni Torfason. Mousasi rotar Henderson.
Mynd: Árni Torfason.
Mynd: Árni Torfason. Nico Musoke háði erfiðan bardaga gegn Albert Tumenov og tapaði.
Mynd: Árni Torfason.
Mynd: Árni Torfason. Makwan Amirkhani var ein af óvæntustu stjörnum kvöldsins en hann rotaði andstæðing sinn eftir 8 sekúndur.
Mynd: Árni Torfason.
Mynd: Árni Torfason. Mairbek Taisumov valtaði yfir andstæðing sinn.

Um næstu helgi er síðan UFC 183 – bardagakvöld sem margir bíða spenntir eftir, en þar snýr Anderson Silva aftur til að mæta hinum kjaftfora Nick Diaz.

spot_img
spot_img
Guttormur Árni Ársælsson
Guttormur Árni Ársælsson
-Pistlahöfundur -Fjólublátt belti í BJJ -Lýsi UFC á Viaplay þegar Pétur hefur eitthvað merkilegra að gera
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular