spot_img
Wednesday, December 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC flaug einkakokki til Rio svo Ronda gæti fengið kjúklingavængi

UFC flaug einkakokki til Rio svo Ronda gæti fengið kjúklingavængi

rousey selfRonda Rousey var á forsíðu tímaritsins Self á dögunum. Í viðtalinu ræddi hún um líkamsímynd sína, slagsmál í æsku og kjúklingavængi.

Self er lífstílstímarit fyrir konur og ræddi Rousey við uppistandarann Chelsea Peretti. Í viðtalinu segist hún ekki hafa verið engill í skóla. Eftir skóla gaf hún sig á tal við ókunnuga þar sem hún fullyrti að hún gæti unnið þann ókunnuga í slag. Hún veðjaði alltaf 10 dollurum gegn þeim ókunnuga sem hún vann svo alltaf. Sigurlaunin fóru í kaup á Frappuccino drykkjum.

Í viðtalinu talaði hún einnig um líkamsímynd sína. „Mér líður eins og ég hafi líkama ninju og ég elska það. Mér líður eins og ég gæti rænt áfengisverslun með berum höndum ef ég vildi. Mér finnst líka gaman að borða meira og fá stærri línur. Mér finnst ég kvenlegri þannig,“ segir Rousey.

Rousey fær sér alltaf gommu af kjúklingavængjum skömmu eftir bardaga og er það ein af venjum hennar. „Ég borða um 50 kjúklingavængi eftir bardaga. Ég elska kjúklingavængi. Ég fékk einkakokk sem flogið var með frá Sao Paulo til Ríó af UFC svo hann gæti gert kjúklingavængi handa mér. Það er ekki hægt að fá kjúklingavængi í Ríó. Kjúklingavængir eru mér mjög mikilvægir!“

Það er greinilegt að UFC er tilbúið að gera nánast hvað sem er til að halda Rousey ánægðari. Hér að neðan má sjá frábært myndband frá Self tímaritinu um Rousey.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular