Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the td-cloud-library domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Please see Debugging in WordPress for more information. (This message was added in version 6.7.0.) in /var/www/virtual/mmafrettir.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6121
Gunnar Nelson: John Kavanagh hélt mér niðri og kitlaði mig |
spot_img
Monday, April 21, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentGunnar Nelson: John Kavanagh hélt mér niðri og kitlaði mig

Gunnar Nelson: John Kavanagh hélt mér niðri og kitlaði mig

Gunnar Nelson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Gunnar Nelson sat fyrir svörum ásamt liðsfélögum sínum í SBG liðinu á sérstökum „Spurt og svarað“ viðburði í Dublin í gær. Þar sagði hann frá því þegar hann hitti John Kavanagh fyrst.

Þeir Conor McGregor, Gunnar Nelson, John Kavanagh, Artem Lobov og Cathal Pendred sátu fyrir svörum aðdáenda á The Takeover Q&A: Powered by Reebok viðburðinum í gær.

Gunnar Nelson var m.a. spurður út í fyrstu kynni hans af John Kavanagh. Gunnar Nelson var 16 ára gamall þegar John Kavanagh heimsótti Ísland fyrst en Gunnar hefur æft að mestu leiti undir handleiðslu hans síðan þá. Gunnar sagði áhorfendum frá fyrstu glímu þeirra sem var fremur óvenjuleg.

„Við glímdum, þetta var í fyrsta sinn sem við glímdum. Hann bókstaflega hélt mér niðri og kitlaði mig. Hann hélt mér niðri með annarri hendi, sat á mér og kitlaði mig til dauða,“ sagði Gunnar um fyrstu glímuna.

Aðspurður hvort þetta sé satt gat Kavanagh hvorki neitað né staðfest þessa frásögn. Þá sagði hann enn fremur að núna sé það Gunnar sem haldi honum niðri.

Myndband af frásögn Gunnars má sjá hér að neðan.

spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið