Monday, May 20, 2024
HomeErlentUFC hættir við bardagakvöld í Filippseyjum í næstu viku

UFC hættir við bardagakvöld í Filippseyjum í næstu viku

penn-llamasUFC ætlaði að halda bardagakvöld í Filippseyjum þann 15. október. Eftir að aðalbardaginn datt út ákvað UFC að hætta við bardagakvöldið.

B.J. Penn og Ricardo Lamas áttu að mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Manila. Penn meiddist hins vegar á rifbeini á dögunum og getur ekki barist. Aðalbardaginn féll því niður aðeins 11 dögum fyrir bardagakvöldið og gat UFC ekki fengið stórt nafn í staðinn.

Bardagakvöldið var fremur lélegt til að byrja með, fá stór nöfn á bardagakvöldinu og dræm miðasala. UFC mat það sem svo að bardagakvöldið væri ekki boðlegt eftir að Penn datt út og felldi það niður. Allir bardagarnir verða settir á önnur bardagakvöld og fá bardagamennirnir greiddar skaðabætur frá UFC.

Einn mest spennandi bardagi kvöldsins var viðureign Kyoji Horiguchi og Ali Bagautinov í fluguvigtinni. Það væri gaman að sjá þann bardaga á UFC bardagakvöldinu í Belfast þann 19. nóvember.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular