spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC Köben: Rothögg hjá Cannonier og Madsen

UFC Köben: Rothögg hjá Cannonier og Madsen

Í síðustu tveimur bardögunum á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn kláruðustu bardagarnir með rothöggi.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Mark Madsen og Danilo Belluardo. Daninn Madsen fékk frábærar móttökur og olli svo sannarlega ekki vonbrigðum. Eftir 40 sekúndur var Madsen búinn að ná Ítalanum niður þar sem hann lét olnbogana og þung högg rigna yfir Belluardo. Dómarinn stöðvaði síðan bardagann eftir 1:12 í 1. lotu. Mjög öruggur sigur hjá Madsen.

Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Jack Hermansson og Jared Cannonier. Hermansson byrjaði vel með mikla pressu og reyndi fellur strax. Cannonier varðist þeim öllum vel og vann sig betur inn í bardagann.

Í 2. lotu náði Cannonier góðu hné sem felldi Hermansson. Cannonier fylgdi því eftir með frábærum höggum í gólfinu en nánast hvert einasta högg fór í gegnum vörn Hermansson. Dómarinn stöðvaði því bardagann eftir 27 sekúndur í 2. lotu og var dauðaþögn í höllinni. Cannonier að setja sitt mark á millivigtina en hann hefur nú unnið þrjá bardaga í röð – alla með rothöggi.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular