0

Gilbert Burns: Ekki mjög ánægður með frammistöðuna mína

Gilbert Burns sigraði Gunnar Nelson eftir dómaraákvörðun fyrr í kvöld. Burns var sáttur með sigurinn en telur sig geta gert betur.

Bardaginn var afar jafn en Burns vann seinni tvær loturnar eftir að Gunnar hafði unnið þá fyrstu.

„Mér líður vel eftir bardagann. Ég hélt ég myndi geta stjórnað Gunnari meira en ég gerði, get ekki sagt að ég sé mjög ánægður með frammistöðuna mína. Ég hef verið að bæta mig í hverjum bardaga. Felluvörnin mín og fellurnar mínar voru betri en hjá Gunnari. Ég varðist hverri einustu fellu hjá honum. Ég náði þungum höggum inn og hitti með fljúgandi hné,“ sagði Burns eftir bardagann.

„Ég er ánægður með að vera í veltivigt, ég myndi elska að mæta Neil Magny þar sem hann er númer 15 á styrkleikalistanum. Ég held að bardagi gegn honum yrði frábær.“

Burns hefur nú unnið fjóra bardaga í röð en Gunnar hefur nú tapað tveimur bardögum í röð.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.