Saturday, April 20, 2024
HomeForsíðaUFC Köben: Gunnar tapar á stigum

UFC Köben: Gunnar tapar á stigum

Mynd: Snorri Björns.

Tap gegn Gilbert Burns á stigum er staðreynd eftir þrjár lotur í Köben.

Fyrsta lotan var frekar viðburðarlítil en Gunnar virtist hafa betur standandi. Þegar Burns reyndi fellu náði Gunnar að snúa henni við og stjórnaði restinni af lotunni í góðri stöðu á gólfinu. Lota sem Gunnar sigraði örugglega.

Lota tvö gekk vel fyrir okkar mann framan af þar til Burns kom inn eitruðu fljúgandi hné. Hann komst í kjölfarið í góða stöðu og ógnaði með uppgjafartaki sem Gunnar varðist vel. Burns tókst að vinna þá lotu.

Þriðja lotan var nokkuð viðburðalítil framan af. Gunnar stóð sig vel og náði að stjórna Burns upp við búrið þar sem hann reyndi að taka Burns niður en því miður án árangurs. Gunnar virtist vera á góðri leið með að merja lotuna og þar með bardagann þegar Burns náði góðri fellu í blálokin og náði með henni að innsigla lotuna og hálfpartinn stal sigrinum.

Bardaginn var í heildina grátlega jafn en lítið vantaði upp á að taka þær lotur sem töpuðust, sérstaklega þá þriðju. Aftur tapar Gunnar nokkuð jöfnum bardaga eftir dómaraákvörðun.

Mynd: Snorri Björns.
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular