spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC landar nýjum samning við ESPN

UFC landar nýjum samning við ESPN

UFC hefur náð samningum við ESPN um að sýna 15 viðburði á ári á streymisþjónustu ESPN. Samningurinn tekur gildi í janúar og borgar ESPN 150 milljónir dollara á ári til UFC.

Frá og með janúar 2019 mun streymisþjónustan ESPN+ sýna 15 bardagakvöld á ári. Bardagakvöldin verða kölluð „UFC on ESPN+Fight Night“ og innihalda 12 bardaga líkt og flest bardagakvöld. Þá mun ESPN+ sýna efni eins og Countdown þætti, blaðamannafundi, vigtun og fleira. Mánaðargjaldið mun vera 4,99 dollarar eða rúmlega 500 íslenskar krónur.

UFC mun áfram vera í pay-per-view bransanum og þá er talið að UFC sé enn að leita að sjónvarpsstöð til að sýna nokkur bardagakvöld á ári. FOX samningurinn við UFC rennur út á þessu ári en ekki er víst að UFC nái samningum við ESPN sjónvarpsrásina. FOX er ennþá í bílstjórasætinu um þann samning en það verður að öllum líkindum tilkynnt á næstu vikum.

Þetta þýðir ekki að Fight Pass muni heyra sögunni til en þó mun eitthvað efni fara þaðan yfir á ESPN+ líkt og Dana White’s Tuesday Contender Series. Það gæti því verið ansi ruglandi að fylgjast með UFC á næsta ári þegar viðburður verða ýmist sem pay-per-view, á FOX (eða annarri sjónvarpsrás), ESPN+ og á Fight Pass!

Heimild: MMA Junkie

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular