Sunday, June 23, 2024
spot_img
HomeErlentForseti Bellator hitti 50 Cent en rapparinn er ekki á leið í...

Forseti Bellator hitti 50 Cent en rapparinn er ekki á leið í búrið

Scott Coker, forseti Bellator, hitti rapparann 50 Cent á dögunum. Rapparinn er þó ekki á leið í búrið heldur hitti hann Coker til að fá góð ráð frá honum.

Ýmsar vafasamar fréttasíður hafa haldið því fram að Rapparinn 50 Cent sé á leið í búrið eftir að mynd af honum og Scott Coker birtist á samfélagsmiðlum. Bellator bardagasamtökin hafa verið dugleg að setja saman furðulega bardaga til að mynda á milli Kimbo Slice og Dada 5000. Þegar myndin birtist fyrst töldu margir að 50 Cent væri á leið í búrið.

Sem betur fer virðist svo ekki vera miðað við ummæli Scott Coker. 50 Cent sótti fundinn til að fræðast um MMA bransann.

„Ég sagði honum hvernig við semjum við bardagamenn, hvernig við byggjum upp íþróttamennina og semjum við þá sem eru án samnings. Hann var áhugasamur og hafði margar spurningar. Ég held hann hafi raunverulegan áhuga á bransanum,“ sagði Coker við MMA Junkie.

50 Cent stofnaði box samtök árið 2012 en samtökin lifðu ekki lengi. Nú er spurning hvort hann hann sé á leið í MMA heiminn og stofni ný bardagasamtök.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular