spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentChad Mendes mætir Myles Jury í júlí

Chad Mendes mætir Myles Jury í júlí

Eins og við sögðum frá í gær er Chad Mendes við það að snúa til baka eftir tveggja ára keppnisbann vegan falls á lyfjaprófi. Draumaandstæðingur Mendes var Frankie Edgar en nú er ljóst að ekki verður af þeim bardaga um sinn.

UFC staðfesti í gær að endurkomubardagi Mendes yrði gegn Bandaríkjamanninum Myles Jury á UFC Fight Night 133 sem fer fram í Boise, Idaho. Mendes hefur ekki barist í tvö og hálft ár eða síðan hann var rotaður í fyrstu lotu gegn Frankie Edgar á TUF 22 úrslitakvöldinu í desember 2015.

Jury (17-2) hefur ágætis sigra á bakinu en meðal annars hefur hann sigrað þá Diego Sanchez og Michael Johnson en er þó ekki á topp 10 á styrkleikalista UFC í fjaðurvigtinni.

Bardagakvöldið fer fram þann 14. júlí en áður hafði UFC staðfest nokkra bardaga. Þar má helst nefna þungavigtarbardaga Junior dos Santos og Blagoy Ivanonv. Líkt og Mendes var dos Santos í vandræðum með USADA en hann var nýlega hreinsaður af sök.

Eftirtaldir bardagar hafa verið staðfestir á kvöldið.

Junior Dos Santos gegn Blagoy Ivanov
Paul Felder gegn James Vick
Marion Reneau gegn Cat Zingano
Liz Carmouche gegn Jennifer Maia
Said Nurmagomedov gegn Justin Scoggins
Myles Jury gegn Chad Mendes

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular