Thursday, April 25, 2024
HomeErlentJunior dos Santos, Antonio Rogerio Nogueira og Marcos Rogerio de Lima fá...

Junior dos Santos, Antonio Rogerio Nogueira og Marcos Rogerio de Lima fá styttra bann frá USADA

Bannið sem þrír brasilískir bardagamenn fengu frá USADA í fyrra hefur verið stytt eftir rannsókn USADA. Rannsóknin leiddi í ljós að efnin sem fundust í lyfjaprófi þeirra kom úr fæðubótarefnum.

Þeir Junior dos Santos, Antonio ‘Lil Nog’ Nogueira og Marcos Rogerio de Lima hafa allir fengið bannið sitt stytt í sex mánuði. Rannsókn USADA (sem sér um öll lyfjamál UFC) sýndi fram á að tvö brasilísk apótek voru að selja menguð fæðubótarefni sem leiddi til fall á lyfjaprófi hjá þremenningunum. Ólöglegu efnin sem fundust í lyfjaprófi þeirra komu því úr fæðubótarefnum samkvæmt niðurstöðu USADA.

Junior dos Santos átti að mæta Francis Ngannou í september í fyrra en í ágúst féll dos Santos á lyfjaprófi og var tekinn úr bardaganum. Nogueira féll á lyfjaprófi sem tekið var þann 19. október 2017 en hann átti að mæta Jared Cannonier í desember áður en hann féll á lyfjaprófinu. De Lima átti að mæta Saparbek Safarov í september en var bannað að keppa eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í ágúst. Allir misstu þeir sína bardaga og þar af leiðandi af tekjum án þess að hafa vísvitandi brotið lyfjareglur UFC samkvæmt niðurstöðu USADA.

Sex mánuðir eru liðnir frá því þeir féllu á lyfjaprófi og geta þeir því allir barist aftur í UFC í dag.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular