Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentVolkan Oezdemir mætir Shogun í Hamborg í sumar

Volkan Oezdemir mætir Shogun í Hamborg í sumar

UFC heldur til Hamborgar í júlí í sumar og er aðalbardagi kvöldsins nú staðfestur. Volkan Oezdemir mætir þá goðsögninni Mauricio ‘Shogun’ Rua í léttþungavigt.

Volkan Oezdemir átti magnað ár í fyrra og vann alla þrjá bardaga sína eftir að hann samdi við UFC. Það skilaði honum titilbardaga gegn Daniel Cormier þar sem hann tapaði eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Nú mun Svisslendingurinn etja kappi við hinn gamalreynda Shogun.

Bardaginn átti upphaflega að fara fram í Síle í maí en Oezdemir getur ekki keppt í Síle þar sem hann komst í kast við lögin í Bandaríkjunum í fyrra. Bardaginn verður þess í stað aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Þýskalandi í sumar.

Mauricio ‘Shogun’ Rua er auðvitað fyrrum meistari í bæði PRIDE og UFC. Þessi 36 ára gamli Brasilíumaður hefur nokkuð óvænt unnið þrjá bardaga í röð í UFC og er í sjöunda sæti styrkleikalistans í léttþungavigtinni.

UFC bardagakvöldið í Hamborg fer fram þann 22. júlí.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular