0

UFC leyfir Mark Hunt ekki að berjast – Hunt öskureiður

Þungavigtarmaðurinn Mark Hunt var vægast sagt bálreiður er UFC ákvað að taka hann úr áætluðum bardaga. Hunt vandaði UFC ekki kveðjurnar og segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi.

Mark Hunt átti að mæta Marcin Tybura í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldi í Ástralíu þann 19. nóvember. UFC hefur hins vegar meinað honum að keppa þar sem bardagasamtökin hafa áhyggjur af heilsu hans.

Mark Hunt skrifaði ansi áhugaverða bloggfærslu á dögunum þar sem hann lýsti erfiðleikum sínum eftir langan feril sem atvinnubardagamaður.

„Stundum sef ég ekki vel. Það má heyra að ég er farinn að stama og tala óskýrt. Minnið mitt er ekki eins gott lengur. Þetta er það sem ég hef þurft að gjalda fyrir að vera atvinnubardagamaður,“ segir meðal annars í færslunni.

UFC sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að bardagasamtökin hafi áhyggjur af heilsufari Hunt og hafi ekki vitað af ástandi Hunt. UFC ákvað því að taka Hunt úr bardaganum gegn Marcin Tybura og kemur Fabricio Werdum í hans stað.

Mark Hunt var brjálaður þegar hann frétti af því og var ansi harðorður í garð UFC og Dana White á Instagram.

Seinni færslur hans hafa verið aðeins rólegri en þar fullyrðir hann að ummæli sín hafi verið tekin úr samhengi.

Hunt segist hafa staðist alla læknisskoðun og þetta sé einungis gert þar sem hann er að höfða mál gegn UFC. Eftir að Brock Lesnar féll á lyfjaprófi eftir bardaga hans gegn Mark Hunt höfðaði Hunt mál gegn UFC. Hunt heldur því fram að UFC hafi vitað af lyfjamisferli Lesnar.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.