0

UFC London: Diakiese með svakalegt rothögg og Scott með sigur

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Þremur bardögum er nú lokið á á UFC bardagakvöldinu í London. Marc Diakiese var rétt í þessu að ná mögnuðu rothöggi.

Rothögg kvöldsins er mögulega strax komið en bardagakvöldið í London byrjar vel. Það tók Marc Diakiese ekki nema 30 sekúndur að rota Teemu Packalén. Diakiese var mjög öruggur og lipur allan bardagann og reyndi strax alls kins spörk. Hann tímasetti svo yfirhandar hægri afar vel og rotaði Packalen eftir aðeins 30 sekúndur.

Bradley Scott og Scott Askham mættust í öðrum bardaga kvöldsins. Bardaginn fór fram í millivigt og var mjög jafn. Englendingarnir tveir skiptust á höggum og spörkum. Scott náði nokkrum mjög þungum lágspörkum í kálfa Askham og átti hann erfitt með að stíga í fótinn. Hann neyddist til þess að skipta úr örvhentri fótastöðu í rétthenta og gekk það aðeins betur.

Það reyndist hins vegar ekki vera nóg og fór Scott með sigur af hólmi eftir klofna dómaraákvörðun í skemmtilegum bardaga.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.