0

Gunnar fær aftur að sleppa vafningunum og verður í minni hönskum

Gunnar Nelson UFC London 2017

Mynd: Sóllilja Baltasardóttir.

Gunnar Nelson mun ekki þurfa að vefja hendurnar á sér í kvöld fyrir bardagann gegn Alan Jouban. Þá ætlar Gunnar að vera með minni hanska en venjulega.

Gunnar fékk að sleppa vafningunum í sínum síðasta bardaga gegn Albert Tumenov en Gunnar æfir aldrei með vafninga. Gunnar segist fá betri tilfinningu fyrir höndunum ef hann er ekki með vafninga. Gunna sagði eftir bardagann gegn Tumenov að hann vildi helst vilja berjast án hanska.

Gunnar hefur vanalega verið í stóru hanskapari (large) en ætlar nú í lítið hanskapar (small). Með minni hönskum er auðveldara að komast undir hálsinn til að ná t.d. „rear naked choke“ hengingu. Hanskarnir voru teygðir og togaðir til að mýkja þá svo Gunnar kæmist í þá.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.