Friday, April 12, 2024
HomeErlentUFC London: Pickett rotaður í kveðjubardaganum

UFC London: Pickett rotaður í kveðjubardaganum

Kveðjubardagi Brad Pickett fór ekki eins og áhorfendur vildu. Marlon Vera tókst óvænt að rota Brad Pickett í 3. lotu.

Pickett var að stjórna bardaganum algjörlega. Hann náði fellu í 1. lotu og kýldi Vera niður í 1. lotu með vinstri krók. Vera var þó ekki mikið vankaður eða í hættu og spratt strax aftur upp. Pickett var að vinna en var samt að fá högg í sig.

Í 2. lotu náði Pickett góðri fellu og stjórnaði honum lengi í gólfinu. Vera náði að standa upp en var tæpur með ólögleg spörk af bakinu þegar Pickett var með annað hnéð niðri en dómarinn skipti sér ekki mikið af því.

Pickett var að stjórna pressunni og með yfirhöndina standandi þar til Vera smellhitti með hásparki í 3. lotu. Pickett féll niður og Vera kláraði bardagann með höggum í gólfinu.

Gríðarlega svekkjandi fyrir Pickett sem var svo vonsvikinn eftir á þegar hann kvaddi áhorfendur. Pickett skyldi svo hattinn sinn eftir í búrinu.

Gunnar Nelson er núna næstur inn.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular