Friday, June 21, 2024
spot_img
HomeErlentUFC London: Arnold Allen með sigur í gríðarlega jöfnum bardaga

UFC London: Arnold Allen með sigur í gríðarlega jöfnum bardaga

Arnold AllenFyrsti bardaginn á aðalhluta bardagakvöldsins í London var að klárast. Arnold Allen vann eftir klofna dómaraákvörðun í gríðarlega jöfnum bardaga.

Makwan Amirkhani byrjaði bardagann á fljúgandi hnésparki sem hitti þó ekki. Amirkhani náði tiltölulega snemma fellunni og reyndi D’Arce hengingu en Allen varðist vel og endaði ofan á. Hann hélt sér ofan á í smá tíma áður en þeir enduðu aftur standandi. Mjög jöfn og spennandi lota.

Önnur lota var nánast alveg eins og sú fyrsta. Amirkhani fór í fellu, reyndi D’Arce henginguna en Allen varðist og aftur endaði hann á botninum. Amirkhani endaði þó ofan á í lok lotunnar og var þar í smá tíma.

Þriðja lotan var einnig gríðarlega jöfn og sáum við mikið um stöðubreytingar í gólfinu. Amirkhani var nýkominn ofan á þegar dómarinn Neil Hall ákvað skyndilega að láta þá standa upp. Allen endaði svo lotuna með bakið og var nánast búinn að læsa hengingunni þegar tíminn rann út.

Gríðarlega jafn bardagi enda voru dómararnir ekki sammála hver ætti skilið að sigra. Fór sem svo að Allen sigraði að mati tveggja dómara og vann eftir klofna dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular