Saturday, May 18, 2024
HomeErlentUFC lýsandinn Brian Stann hættur

UFC lýsandinn Brian Stann hættur

UFC lýsandinn Brian Stann hefur sagt upp störfum hjá UFC. Þetta tilkynnti hann á Instagram í dag en hann ætlar að reyna fyrir sér á öðrum vígstöðum.

Brian Stann barðist í millivigt UFC í nokkur ár en þegar hann lagði hanskana á hilluna hóf hann störf sem lýsandi hjá UFC. Eftir að Joe Rogan færði sig í minna hlutverk sem lýsandi hefur Stann fengið fleiri stærri kvöld og hlotið mikið lof fyrir.

Hann ætlar nú að söðla um og hefur tekið að sér stjórnunarstöðu í fasteignabransanum. Stann mun auk þess hefja MBA nám og þarf nú ekki að ferðast eins mikið líkt og hann gerði er hann starfaði hjá UFC. Stann ferðaðist 26 helgar á síðasta ári vegna vinnu sinnar hjá UFC og átti það sinn þátt í ákvörðun hans.

Það verður athyglisvert að sjá hver mun fylla hans skarð en menn eins og Kenny Florian, Dominick Cruz, Dan Hardy og Daniel Cormier hafa einnig starfað sem lýsendur og mun sennilega einn af þeim fylla hans skarð.

I am announcing my departure from calling fights w/ the UFC. I have been offered an amazing leadership role with a fast growing Real Estate Firm and will be attending Northwestern (Kellogg) for my executive MBA this fall. Thank you to everyone for years of support, especially the athletes and coaches whom I love deeply. I will continue to be a huge MMA supporter and attend many events. Thank you to everyone from FOX and Zuffa who helped me so much in this journey. @jon_anik you are my brother and that will never change, and I cannot tell you how important your friendship has been to me. My wife @teressa_stann who has endured so much and supported me through war, fighting, and now this transition, I love forever and thank you so much. This move is to focus more on my family. I traveled 26 weekends last year for work while also working a full time job. Transition and change are a part of life and I am really excited to prove my worth to my new company and hopefully showcase the diverse skills military veterans and mixed martial artists possess. Thank you all. – Brian

A post shared by Brian Stann (@brianstann) on

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular