spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC með bardagakvöld í Danmörku í september

UFC með bardagakvöld í Danmörku í september

UFC verður með bardagakvöld í Kaupmannahöfn í september. Þetta verður fyrsta heimsókn UFC til Danmerkur og gæti Gunnar Nelson barist þar.

UFC var með bardagakvöld í Stokkhólmi í gær en í útsendingunni í gær var það formlega tilkynnt að UFC muni halda bardagakvöld í Danmörku. Orðrómur um heimsókn UFC til Danmerkur hefur verið lengi á kreiki og var talið að UFC kæmi til Danmerkur árið 2017 en ekkert varð úr því.

Bardagakvöldið fer fram þann 28. september í Royal Arena í Kaupmannahöfn en miðasala hefst 21. júní.

Engir bardagar hafa verið tilkynntir á bardagakvöldið en líklega verða margir bardagamenn frá Norðurlöndum á bardagakvöldinu. Gunnar Nelson er talinn líklegur til að berjast þar en ekkert hefur verið staðfest þess efnis.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular