Tuesday, July 16, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: UFC 238 Countdown

Myndband: UFC 238 Countdown

UFC 238 fer fram á laugardaginn og er bardagakvöldið ansi veglegt. Countdown þættirnir fyrir bardagakvöldið eru komnir á sinn stað.

Tveir titilbardagar eru á dagskrá en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Henry Cejudo og Marlon Moraes um bantamvigtartitilinn. Cejudo er ríkjandi fluguvigtarmeistari og ætlar nú að reyna að verða meistari í tveimur flokkum á sama tíma.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Jessica Eye um fluguvigtartitil kvenna.

Þrátt fyrir tvo titilbardaga er einn mest spennandi bardagi kvöldsins á milli Tony Ferguson og Donald Cerrone þar sem enginn titill er í húfi.

Allan Countdown þáttinn í heild sinni má sjá hér.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular