spot_img
Wednesday, December 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaUFC molar - meiðsli og „The Karate Hottie“

UFC molar – meiðsli og „The Karate Hottie“

203_Alexander_Gustafsson.0.0Þetta hefur ekki verið góð vika fyrir UFC. Jon Jones var ákærður fyrir glæp og nú hefur UFC þurft að hætta við tvo spennandi bardaga vegna meiðsla.

Margir voru spenntir fyrir bardaga Donald Cerrone og Khabib Nurmagomedov. Eins og við greindum frá í gær er Nurmagomedov meiddur en í hans stað kemur John Madkessi. Hinn kanadíski Madkessi barðist um síðustu helgi á UFC 186 og rotaði Shane Campbell í fyrstu lotu. Þetta vekur undrun hjá bardagaaðdáendum enda er Madkessi ekki á topp 15 í UFC á meðan Cerrone er í 3. sæti á styrkleikalistanum. Josh Thomson og Jorge Masvidal voru báðir tilbúnir til að taka bardagann en UFC ákvað að velja Madkessi.

Alexander Gustafsson og Glover Teixiera áttu að berjast í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Berlín þann 20. júní. Gustafsson mun ekki geta barist vegna meiðsla og mun UFC ekki reyna að finna staðgengil til að berjast við Teixeira. Aðalbardagi kvöldsins verður þess í stað fyrsta titilvörn Joanna Jedrzejczyk. Andstæðingur Jedrzejczyk verður Jessica Penne.

Ryan Bader er einnig án andstæðings þar sem hann átti að mæta Daniel Cormier þann 6. júní. Eins og þekkt er mun Cormier berjast við Anthony Johnson um léttþungavigtarbeltið þar sem Jon Jones er í banni hjá UFC. Því er Bader án andstæðings en hugsanlega gæti Teixeira komið í stað Cormier. Teixeira rotaði Bader í september 2013 en Bader hefur sigrað fjóra bardaga í röð síðan.

michelle waterson
Michelle Waterson.

UFC hefur bætt við strávigt sína og samið við Michelle Waterson (12-4). Waterson, eða „The Karate Hottie“ eins og hún er oft kölluð, er fyrrum atómvigtarmeistari Invicta bardagasamtakanna. Hún er sú síðasta sem sigraði Jessica Penne sem berst um titilinn í júní. Hún mun því færa sig upp úr 105 punda (47,7 kg) atómvigtinni í 115 punda (52,3 kg) strávigt.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular