Nokkrir ágætis bardagar hafa verið bókaðir af UFC á dögunum. Bardagakvöld UFC í Boston er að taka á sig mynd og Holly Holm fer á kunnuglegar slóðir.
Það verður mikilvægur bardagi í fjaðurvigtinni á dagskrá í október. Zabit Magomedsharipov mætir þá Calvin Kattar í næstsíðasta bardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í október þann 18. október.
Zabit (17-1) hefur unnið alla fimm bardaga sína í UFC en síðast sigraði hann Jeremy Stephens í mars. Calvin Kattar (20-3) hefur unnið fjóra af fimm bardögum sínum í UFC en hann kemur frá Boston og verður því á heimavelli gegn Zabit.
Breaking: Per Dana White, Zabit Magomedsharipov vs. Calvin Kattar will co-headline UFC Fight Night on Oct. 18 in Boston. LOVE this fight. Magomedsharipov already being crowned as a future champ by some, but Kattar wanted this one, I'm told. Home game for the MA native.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) August 7, 2019
Chris Weidman upp um flokk
Bardagi Zabit og Kattar verður næstsíðasti bardagi kvöldsins en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Chris Weidman og Dominick Reyes. Weidman hefur alla tíð barist í millivigt en fer nú upp í léttþungavigt. Reyes mun bjóða hann velkominn í nýja flokkinn og spurning hvort Weidman muni vegna betur en Luke Rockhold gerði þegar hann fór upp í léttþungavigt.
Weidman er orðinn 35 ára gamall og hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum en öll töpin voru eftir rothögg. Nú fer hann upp í léttþungavigt til að freista þess að rétta úr kútnum.
Dominick Reyes er mikið efni í léttþungavigt en hann er 11-0 og eru þar fimm sigrar í UFC.
Holly Holm fer aftur til Ástralíu
Holly Holm var á allra vörum þegar hún rotaði Rondu Rousey á UFC 193 árið 2015. Bardaginn fór fram í Melbourne í Ástralíu og nú mun hún snúa aftur í sömu höll. Holm mætir Raquel Pennington á UFC 243 þann 5. október. Holm og Pennington hafa mæst áður en þá sigraði Holm eftir dómaraákvörðun.
Breaking: Holly Holm will return to the site of one of the most infamous knockouts in combat sports history. Holm will face Raquel Pennington at UFC 243 on Oct. 5 in Melbourne, Australia, per sources. More coming to @ESPN shortly. pic.twitter.com/iEZuhTMUzM
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) August 7, 2019