0

Myndband: Colby Covington fær símtal frá Donald Trump

Colby Covington sigraði Robbie Lawler á UFC bardagakvöldinu í Newark í gær. Eftir bardagann fékk hann símtal frá forsetanum Donald Trump.

Colby Covington vann allar fimm loturnar gegn Robbie Lawler í gær. Covington átti frábæra frammistöðu og hefur nú tryggt sér titilbardaga gegn Kamaru Usman síðar á árinu.

Synir forseta Bandaríkjanna, þeir Donald Trump Jr. og Eric Trump, voru viðstaddir bardagann. Covington er mikill stuðningsmaður Donald Trump og fékk símtal frá sjálfum forsetanum eftir bardagann. Covington heimsótti Hvíta húsið í fyrra og hitti þá Donald Trump.

Forsetinn sendi Covington líka góðar kveðjur fyrir bardagann.

Þeir Covington og Usman munu mögulega mætast í Madison Square Garden í nóvember og verður það fyrsta titilvörn Usman.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.