0

Úrslit UFC Fight Night: Covington vs. Lawler

UFC var með bardagakvöld í Newark í New Jersey í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Robbie Lawler og Colby Covington en hér má sjá úrslit kvöldsins.

Colby Covington sigraði Robbie Lawler eftir dómaraákvörðun. Covington vann allar fimm loturnar og ógnaði Lawler lítið. Covington tók Lawler niður fyrstu tvær loturnar og átti Lawler erfitt með að standa upp. Covington stóð hins vegar með Lawler mikið síðustu þrjár loturnar þar sem hann sótti mun meira.

New Jersey maðurinn Jim Miller átti frábært kvöld þegar hann kláraði Clay Guida með „guillotine“ hengingu eftir aðeins 58 sekúndur. Guida kýldi Miller niður en Miller var fljótur upp og kýldi sjálfur Guida niður. Þegar Guida var á leið upp greip Miller um háls hans og læsti hengingunni. Guida var svæfður af Miller og voru þeir bestu mátar eftir bardagann eins og þeim einum er líkt.

Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

Aðalhluti bardagakvöldsins:

Veltivigt: Colby Covington sigraði Robbie Lawler eftir dómaraákvörðun (50-44, 50-45, 50-45).
Léttvigt: Jim Miller sigraði Clay Guida með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 58 sekúndur í 1. lotu.
Léttvigt: Nasrat Haqparast sigraði Joaquim Silva með rothöggi eftir 36 sekúndur í 2. lotu.
Millivigt: Gerald Meerschaert sigraði Trevin Giles með uppgjafartaki (guillotine choke) eftir 1:49 í 3. lotu.
Hentivigt (158 pund): Scott Holtzman sigraði Dong Hyun Ma með tæknilegu rothöggi (doctor stoppage) eftir 5:00 í 2. lotu.
Léttþungavigt: Kennedy Nzechukwu sigraði Darko Stošić eftir dómaraákvörðun (29-26, 28-27, 28-27).

ESPN upphitunarbardagar:

Veltivigt: Mickey Gall sigraði Salim Touahri eftir dómaraákvörðun.
Fluguvigt kvenna: Antonina Shevchenko sigraði Lucie Pudilová með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 1:20 í 2. lotu.
Fluguvigt: Matt Schnell sigraði Jordan Espinosa með uppgjafartaki (triangle choke) eftir 1:23 í 1. lotu.
Fluguvigt kvenna: Lauren Murphy sigraði Mara Romero Borella með tæknilegu rothöggi (knee and elbows) eftir 1:46 í 3. lotu.
Hentivigt (176 pund): Cláudio Silva sigraði Cole Williams með uppgjafartaki (rear-naked choke) eftir 2:35 í 1. lotu.       
Fluguvigt kvenna: Miranda Granger sigraði Hannah Goldy eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.