Thursday, April 18, 2024
HomeErlentUFC molar: Zabit berst í Boston, Chris Weidman í léttþungavigt og Holly...

UFC molar: Zabit berst í Boston, Chris Weidman í léttþungavigt og Holly Holm fer til Ástralíu

Nokkrir ágætis bardagar hafa verið bókaðir af UFC á dögunum. Bardagakvöld UFC í Boston er að taka á sig mynd og Holly Holm fer á kunnuglegar slóðir.

Það verður mikilvægur bardagi í fjaðurvigtinni á dagskrá í október. Zabit Magomedsharipov mætir þá Calvin Kattar í næstsíðasta bardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í október þann 18. október.

Zabit (17-1) hefur unnið alla fimm bardaga sína í UFC en síðast sigraði hann Jeremy Stephens í mars. Calvin Kattar (20-3) hefur unnið fjóra af fimm bardögum sínum í UFC en hann kemur frá Boston og verður því á heimavelli gegn Zabit.

Chris Weidman upp um flokk

Bardagi Zabit og Kattar verður næstsíðasti bardagi kvöldsins en í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Chris Weidman og Dominick Reyes. Weidman hefur alla tíð barist í millivigt en fer nú upp í léttþungavigt. Reyes mun bjóða hann velkominn í nýja flokkinn og spurning hvort Weidman muni vegna betur en Luke Rockhold gerði þegar hann fór upp í léttþungavigt.

Weidman er orðinn 35 ára gamall og hefur tapað fjórum af síðustu fimm bardögum sínum en öll töpin voru eftir rothögg. Nú fer hann upp í léttþungavigt til að freista þess að rétta úr kútnum.

Dominick Reyes er mikið efni í léttþungavigt en hann er 11-0 og eru þar fimm sigrar í UFC.

Holly Holm fer aftur til Ástralíu

Holly Holm var á allra vörum þegar hún rotaði Rondu Rousey á UFC 193 árið 2015. Bardaginn fór fram í Melbourne í Ástralíu og nú mun hún snúa aftur í sömu höll. Holm mætir Raquel Pennington á UFC 243 þann 5. október. Holm og Pennington hafa mæst áður en þá sigraði Holm eftir dómaraákvörðun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular