spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC staðfestir áhugaverða bardaga í London - Enginn Gunnar í London?

UFC staðfestir áhugaverða bardaga í London – Enginn Gunnar í London?

UFC heldur bardagakvöld í London þann 18. mars. Hér má sjá þá bardaga sem staðfestir eru og þá bardaga sem sagðir eru vera í smíðum. UFC hefur staðfest fimm bardaga á bardagakvöldið en ekki enn tilkynnt aðalbardaga kvöldsins.

Staðfestir bardagar

Brad Pickett gegn Henry Briones: Lokabardagi Brad Pickett fer fram á heimavelli í London. Pickett fær að kveðja aðdáendur sína með einum lokabardaga og verður þessi sennilega ofarlega á bardagakvöldinu.

Vicente Luque gegn Leon Edwards: Mjög flottur bardagi í veltivigtinni enda hafa báðir verið á góðu skriði. Luque hefur unnið fjóra bardaga í röð og klárað þá alla, þar af þrjá í 1. lotu. Edwards hefur unnið fjóra af sex bardögum sínum í UFC (þar af tveir sigrar í röð) en síðast sáum við hann klára Albert Tumenov í 3. lotu.

Marc Diakiese gegn Teemu Packalen: Beinakremjarinn Marc Diakiese hefur farið vel af stað í UFC og fær sinn þriðja bardaga á hálfu ári í bardagasamtökunum. Hann mætir Finnanum Teemu Packalen í áhugaverðum bardaga í léttvigt.

Tom Breese gegn Oluwale Bamgbose: Bretinn Tom Breese var ein bjartasta vonin í veltivigtinni en eftir tap gegn Sean Strickland hafa væntingarnar aðeins minnkað. Hann hefur nú ákveðið að fara upp í millivigt og mætir þá Oluwale Bamgbose.

Bradley Scott gegn Scott Askham: Ágætis bardagi í millivigt þar sem tveir Bretar mætast. Mun sennilega ekki vera mjög ofarlega á bardagakvöldinu.

Darren Stewart gegn Francimar Barroso: Fer fram í léttþungavigt og mun sennilega ekki vera ofarlega á bardagakvöldinu.

Ekki staðfest af UFC

Jimi Manuwa gegn Corey Anderson: Flottur bardagi í léttþungavigtinni og er þetta sennilega næstsíðasti bardagi kvöldsins (e. co-main event). Manuwa er í 5. sæti og Anderson í því 9. og hafa nokkrir miðlar greint frá bardaganum en ekki enn verið staðfestur af UFC.

Joe Duffy gegn Reza Madadi: Annar mjög flottur bardagi sem ekki hefur verið staðfestur af UFC. Þó nokkrir miðlar hafa staðfest bardagann en ekki UFC. Þessi verður líka ofarlega á bardagakvöldinu enda tveir vinsælir bardagamenn.

Makwan Amirkhani gegn Arnold Allen: Tveir mjög efnilegir bardagamenn í fjaðurvigtinni en UFC ekki staðfest bardagann enn sem komið er.

Eins og sjá má eru þarna margir flottir bardagar ef allt gengur eftir. Það vantar þó enn aðalbardaga kvöldsins og spurning hvort Gunnar verði jafnvel þar. Íslenskir bardagaaðdáendur vonuðust eflaust eftir að sjá Gunnar í London enda stutt ferðalag. Miðasala hefst þann 27. janúar og er því enn nægur tími fyrir UFC að bóka aðalbardagann.

Talið er að UFC hafi reynt að setja saman bardaga Luke Rockhold og Ronaldo ‘Jacare’ Souza í aðalbardaga kvöldsins en fregnir herma að Rockhold sé enn meiddur og geti ekki barist í mars. Jacare var á dögunum bókaður í bardaga í febrúar á UFC 208.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular