UFC staðfesti fyrr í dag titilbardaga Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Bardaginn fer fram á UFC 242 þann 7. september og verður aðalbardagi kvöldsins.
Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann sigraði Conor McGregor þann 6. október í fyrra. Eftir bardagann brutust út fræg hópslagsmál og fékk Khabib níu mánaða keppnisbann sem lýkur í júlí.
Í fjarveru Khabib setti UFC saman titilbardaga um bráðabirgðarbelti í léttvigtinni á milli Dustin Poirier og Max Holloway. Poirier sigraði Holloway og verða beltin því sameinuð í september.
Bardagakvöldið fer fram í Abu Dhabi og hefur UFC staðfest að bardagakvöldið fari fram að kvöldi til í Abu Dhabi. Það þýðir að aðalhluti bardagakvöldsins mun hefjast kl. 18:00 hér á Íslandi.
Nokkrir bardagar hafa verið staðfestir á kvöldið og má þar nefna bardaga Islam Machachev og Davi Ramos og þungavigtarbardaga Curtis Blaydes og Shamil Abdurakhimov.