spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentUFC staðfestir bardaga Khabib og Dustin Poirier í september

UFC staðfestir bardaga Khabib og Dustin Poirier í september

UFC staðfesti fyrr í dag titilbardaga Khabib Nurmagomedov og Dustin Poirier. Bardaginn fer fram á UFC 242 þann 7. september og verður aðalbardagi kvöldsins.

Þetta verður fyrsti bardagi Khabib síðan hann sigraði Conor McGregor þann 6. október í fyrra. Eftir bardagann brutust út fræg hópslagsmál og fékk Khabib níu mánaða keppnisbann sem lýkur í júlí.

Í fjarveru Khabib setti UFC saman titilbardaga um bráðabirgðarbelti í léttvigtinni á milli Dustin Poirier og Max Holloway. Poirier sigraði Holloway og verða beltin því sameinuð í september.

Bardagakvöldið fer fram í Abu Dhabi og hefur UFC staðfest að bardagakvöldið fari fram að kvöldi til í Abu Dhabi. Það þýðir að aðalhluti bardagakvöldsins mun hefjast kl. 18:00 hér á Íslandi.

Nokkrir bardagar hafa verið staðfestir á kvöldið og má þar nefna bardaga Islam Machachev og Davi Ramos og þungavigtarbardaga Curtis Blaydes og Shamil Abdurakhimov.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular