0

UFC stefnir á 9 viðburði í ágúst

Það verður nóg að gera hjá UFC í ágúst. UFC verður með níu viðburði í mánuðinum.

Íþróttasambandið í Nevada samþykkti í gær níu bardagakvöld UFC í ágúst. Fimm eru hefðbundin bardagakvöld en fjögur þeirra eru hluti af áskorendaseríu Dana White (Dana White’s Contender Series) á þriðjudögum. Öll bardagakvöldin verða án áhorfenda í Apex æfingaaðstöðu UFC.

UFC hefur staðfest aðalbardaga kvöldsins þann 1. ágúst og 8. ágúst. UFC 252 fer síðan fram 15. ágúst en þá mætast þeir Daniel Cormier og Stipe Miocic um þungavigtartitilinn í þriðja sinn.

1. ágúst: Holly Holm gegn Irene Aldana
8. ágúst: Derrick Lewis gegn Aleksei Oleinik
15. ágúst: UFC 252
22. ágúst:
29. ágúst:

Áskorendasería Dana White verður síðan á dagskrá í ágúst, september og október.

4. ágúst:
11. ágúst:
18. ágúst:
25. ágúst:

Það verður því mikil bardagaveisla á dagskrá í ágúst og fullt af bardögum.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.