Besti boxari heims, Floyd Mayweather, og besta bardagakona heims, Ronda Rousey hafa skotið á hvort annað í fjölmiðlum að undanförnu. Eftir svar Mayweather svaraði UFC boxaranum með skemmtilegum hætti.
Ronda Rousey var útnefnd besti íþróttamaðurinn í bardagaíþróttum á ESPY verðlaununum og hafði þar með betur en boxarinn Mayweather sem hafði fengið verðlaunin undanfarin ár. Á verðlaununum spurði hún Mayweather hvernig væri að tapa fyrir konu. Rousey notaði þó orðið „beaten“ og vísaði þar með í heimilisofbeldissögu boxarans.
Mayweather svaraði fyrr í vikunni þar sem hann sagðist enn eiga eftir að sjá MMA bardagamann, eða annan boxara, fá 300 milljónir dollara á 36 mínútum. Þegar Rousey gæti gert það gæti hún hringt í hann.
UFC sendi frá sér skemmtilegt svar á Twitter fyrr í kvöld:
#SheDontNeed12Rounds @RondaRousey pic.twitter.com/UKBmEAQXBJ
— UFC (@ufc) August 7, 2015
Ronda Rousey er þekkt fyrir að klára bardaga sína snemma en síðustu þrír bardagar hennar hafa samanlagt staðið yfir í aðeins 64 sekúndur. Hún þarf því ekki 12 lotur líkt og Mayweather sem hefur sigrað síðustu sex bardaga eftir dómaraákvörðun.